Þjóðhátíðardagurinn

Það er á svona dögum sem maður hugsar heim með söknuði. Það er samt ekkert við því að gera , þetta var mitt val. En maður getur látið hugann reika, kveikja á beinu útsendingunni frá Miðborg Reykjavíkur á Eyjunni.is og horfa á miðborgarstemminguna. Sjá hvað það er fallegt veður og allir svo fínir og sætir. Fólk að fara í skrúðgöngu með börnin, fá sér ís og pylsu og njóta dagsins.

Talandi um pylsur þá sagði hinn eini sanni Bó það við pylsusala hér í Washington þegar hann kom hingað í heimsókn um árið. "Sjáðu til á Íslandi setjum við sinnepið alltaf ofaná". Þetta hljómaði enn betur á ensku þegar hann sagi semsagt: "You know, in Iceland,  we always put the Mustard on top"! Þetta segi ég nú alltaf þegar ég fæ mér pylsu hér í Ameríku því þetta er mikil heimsspeki, að mínu mati.

Til að gera þennan dag eftirminnilegan fyrir mig þá bað ég vin minn á Madison hótelinu sem er hér hinum megin við götuna frá skrifstofunni minni, hann Romeo, sem allir íslendingar þekkja sem þar hafa gist, um að setja upp íslenska fánann í tilefni dagsins. Vona ég að honum takist það þannig að fáninn blasi við þegar ég fer heim seinna í dag.

Ég hef það fyrir sið að fara alltaf á Austurvöll og hlusta á Forsætisráðherra flytja hátíðarræðuna en las hana bara núa á Mogganum og fannst hún mjög fín og Geir farast það vel að minna okkur á að þrátt fyrir allt þá búum við vel. Megum ekki gleyma því að það er ekki langt síðan við fórum í gegnum efnahagserfiðleika sem voru svo miklu verri en nú. Þörf áminning og minnir okkur á mikilvægi þess að vera þjóð, þjóð sem getum og eigum að vera stolt af því sem okkur hefur tekist að gera frá árinu 1944. Það eru ekki margar þjóðir sem geta státað af jafn gríðarlegum framförum og við getum gert. Það skipast ávallt skyn og skúrir í lífinu. Við getum alveg lifað við smá skúri af og til.

Svo ákvað ég að sella mér í pólitíkina hér í landi tækifæranna því valkostirnir sem fólk hér hefur eru aðeins þeir Obama og McCain. Ég fór þá bara "nýja" leið í kynningarmálunum og þið getið séð útkomuna hér:

www.News3Online.com

Svo hef ég líka saknað vina minna og fjölskyldu þegar ég horfði á US Open hér um helgina. Þetta er langskemmtilegasta golfmót sem ég hef nokkrusinni orðið vitni að.  Þetta var einsog að horfa á spennumynd af bestu gerð. Völlurinn var auðvitað "sigurvegari "mótsins. Alveg einstakur í alla staði og er almenningsvöllur sem kostar ekki nema $ 49 að spila á á virkum dögum. Það þarf hinsvegar að panta völlinn með 3ja mánaða fyrirvara. Þetta er greinilega mikil náttúruparadís og leikmenn voru í eilífum vandræðum og sumir bara einsog við áhugamennirnir í skori á vellinum.

Það er líka einstakt að menn haldi sig við þá reglu sem sett var í upphafi þessa móts fyrir meira en 100 árum að ef menn eru jafnir þá verði leiknar 18 holur  daginn eftir síðasta keppnisdag en ekki strax bráðabani einsog oft er eða leiknar 4 holur og svo bráðabani. Þetta er umdeilt fyrirkomulag en virkaði vel í þetta sinn og allir mjög ánægðir með árangurinn. Sumar brautir vallarins voru svo þröngar að þulirnir kölluðu þær keilubrautir.  Tiger sagði svo sjálfur að hann hefði aldrei á sínum ferli leikið jafn ævintýralegt golf og hann lék á laugardag.

Ég hef svo fylgst með umræðu um mótið á Mogganum og er öll sú umræða sem þar er til mikillar fyrirmyndar og vel og faglega fjallað um mótið. Til hamingju með það Mogga menn. Þá er umfjöllun blaðsins einnig frábær um körfuboltann og úrslitakeppnina  sem nú stendur yfir og einnig fagmannlega um hann fjallað. Glæsilegt hjá ykkur og mikill metnaður. Svona eiga menn að vinna.

Það er semsagt talsvert mikið sem ég hef saknað vinanna og fjölskyldunnar síðstu daga. Alltaf gaman að horfa á sportið með vinunum og hittast svo á Humarhúsinu þar sem leikirnir eru krufnir til mergjar á þann einstaka hátt sem menn gera þar. Sakna ykkar strákar en hlakka alltaf til að koma í heimsókn og finna að það breytist ekki neitt. Lífið heldur áfram sinn vana gang.

Gleðilega þjóðhátíð!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 757

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband