Glæsilegt

Mikið er það ánægjulegt og okkur til mikils sóma að bregðast við með þessum hætti á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Að gera alvöru tilraun til að bjarga bjarndýrinu með öllum tiltækum ráðum og standa saman um það, þar erum við best.

Svona þjóð erum við nefnilega í hugum þeirra sem til okkur þekkja. Þjóð sem kann að vernda náttúruna og dýrin. Þjóð sem á allt sitt undir náttúrunni komið og er svo háð henni og kann að nýta hana  og njóta um leið.

Ísbirnir hafa  verið mjög áberandi í allri þeirri gríðarlegu umræðu um gróurhúsaáhrifin sem fram fer um allan heim og er í raun tákn þeirrar umræðu. Íslendingar tengjast þeirri umræðu á frekar jákvæan hátt einsog við vitum. Það er fjallað um það hvernig okkur hefur tekist að beisla náttúröflin og nýta orkuna sem og þeirri góðu umræðu sem fram hefur farið um vetnið. Við eru oft assgoti góð þegar við viljum það við hafa og sýnum okkar rétta andlit.

Til hamingju með þessa góðu tilraun góðu landar.


mbl.is Björgunaraðgerðir undirbúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég verð nú að segja það.  Mikið er þetta nú glæsileg frammistaða.  Það er alltaf svo rosalega gott þegar við erum tilbúin til þess að setja annað fólk í stór hættu. Við getum staðið á fætur og gefið okkur öllum gott klapp. Ég veit ekki betur en að þessu bæ sé heil fjölskylda innilokuð meðan verið er að flyta einhverja sérfræðinga erlendis frá til þess að bjarga RÁNDÝRI sem er 300 metrum frá heimili þeirra. Þú værir að sjálfsögðu 100 % tilbúinn til að fara þangað með fjölskylduna þína og skipta við þetta fólk sem á þarna heima. Svona áður en þú svara þá skaltu byrja á því að ímynda þér að þú þurfir að takast á við villikött sem hefur óvart komist inn á heimilið þitt. Hann ýfir sig hvæsir berar tennurnar og urrar á þig.  Hræddur köttur er 5-8 kíló og 20 cm á hæð. Ísbjörn er meira en 200 kíló og huriðnn á heimilinu þínu er ekki nein vörn efað honum hugnaðist að koma inn. Ég hugsa að borgarbúar væru ekki tilbúinir til þessa að bíða eftri sérfræðingum erlendis frá ef hann hefði komið sér fyrir í Tjörnninn í Reykjvík, en það er kanski annað þar gæti hann etið svo marga ekki bara einhverja eina fjölskyldu.  Svo er þetta bara líka einhver bóndadurgur konann hans og börn ekkert merkilegt fólk. það kemur sér milku betur út fyrir þjóðarstoltið að bjarga dýrinu þrátt fyrir að það verði kanski á kostnað að hann éti einn bónda og fjölskylduna hans. Það er hvort eð er nóg af þeim.......

Hulda Ingadóttir (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 15:18

2 identicon

Heimskan ríður ekki við einteyming, rétt er það. Og sýndarmennskan ræður hér för. Hvítabirnir eru ekki í meiri útrýmingarhættu nú (þó að miklu meira hlýni) heldur en áður hefur verið þegar hlýnaði mun meira en nú er að gerast. Þannig var um og fyrir landnám og ekki dóu hvítabirnir út þá. Þeim er heldur engin hætta búin núna.

Hvað þennan björn varðar, þá telja menn að þetta sé gamalt karldýr. Þá er nú alveg sama fyrir stofninn hvort hann lifir eða deyr. Ef hann verður fluttur til Danmerkur, sem mér þykir líklegt, þá verður hann líklega drepinn þar fljótlega án þess að vera nokkuð að básúna það, vegna þess að hann verður einskis nýtur í dýragarði og gerir þar ekkert nema að éta. Ef hann á hinn bóginn verður fluttur til Grænlands, þá verður hann mjög fljótlega bráð veiðimanna.

Heimska og sýndarmennska.

Tvær spurningar: Hvað kostar allt bröltið? Hver á að borga kostnaðinn?

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 15:22

3 identicon

Ekki er ég nú hræddur um að fjölskyldan verði ísbirninum að bráð en hinsvegar á hún alla mína samúð vegna ástandsins og æðarvarpsins. Æðarfugl er líka friðaður. En mér finnst að bjössa vinir ættu að sína vilja til að bjarga heimkynnum hans með minni losun gróðurhúsalofttegunda. Spyr mig hvort Björgúlfur sé að reyna að kolefnisjafna notkun sína á einkaþotunni með því að bjarga þessum birni.

ha ha (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 15:27

4 identicon

Ég verð nú bara að segja fyrir mitt leiti að mér finnst þessi aðgerð ein sú heimskulegast sem sögur fara af. Þetta er dæmi um það hversu stjórnvöld hér í landi láta teyma sig á asnaeyrunum af öfgahópum sem eru svo langt frá öllum raunveruleika. Hvað haldið þið að þetta verkefni muni svo á endanum kosta? Miðað við umfangið sem er í Skagafirði núna þá myndi ég skjóta á 25-50 millj. Á meðan sveltur fólk til dauða víðsvegar í heiminum. Hvað ætla menn svo að gera ef bjarndýr fara að gerast hér tíðir gestir eins og svo oft hefur gerst í Íslandssögunni. Það gæti gerst að það kæmu kannski 20 dýr ef hafísinn kæmi alveg upp að landinu einn veturinn. Það eru ekki nema 500-1000 millj. í björgunarkostnað og auk þess þyrfti að hafa eitt varðskip sem færi áætlunarferðir með ísbirni til Grænlands.

 Mér finnst það ekki skipta máli hver greiðir þennan kostnað, hvort það er íslenska ríkið eða Björgólfur Thor. Það væri alltaf hægt að ráðstafa þessum fármunum betur.

 Svo vill ég benda fólki á það að ísbirnir eru skráðir í útrýmingarhættu af sömu ástæðu og hvalir, þ.e. vegna þrýstings öfgahópa.

Knútur R. (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 15:32

5 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Hjartanlega sammála þér Baldvin. Það er gleðilegt að Íslendingar brugðust rétt við í þetta skipti.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 17.6.2008 kl. 16:51

6 identicon

Sæl öll og takk fyrir álitin.  Skal nú setja saman athugasemdir eða kannski frekar segja mitt álit á athugasemdum ykkar þar sem það á við. Mér er nokkuð illa við að svara þeim sem ekki skrifa undir nafni. Mér finnst það eingilega ekki við hæfi, því fólk á að mínu mati að koma fram undir nafni og hafa skoðanir. Það er ekkert eðlilegra og betra fyrir mannlífsflóruna að hafa skoðanir. Maður verður og á að virða þær hverjar sem þær eru og hvort maður er sammála þeim eða ekki. Það er einmitt það sem gerir lífið jafnskemmtielgt og það er í raun og veru.

Hulda, ég verð nú að viðrukenna að um leið og fagna björgun bjarnarins þá reikna ég nú frekar með því að fólksins verði gætt. Ég sé nú ekki betur, þó svo að ég horfi nú á þessa atburðarrás héðan frá Washington. Hvað varðar bændur þá vil ég nú allsekki kalla þá "durga" það  skulum við ekki gera því það eiga þeir ekki skilið.. Hef á bændum miklar mætur og hef átt þess tækifæri að kynnast allmörgum þeirra og tel að við eigum hreinlega að slá skjaldborg um þá, því það eru jú þeir sem gæta landsins og eru upp til hópa hinir mestu máttarstólpar enn í dag. Sama má segja um sjómennina okkar. Þetta er nú fólkið sem hefur haldið lífi í landinu okkar góða og gera það enn. Það er nefnilega allsekki til nóg af bændum í landinu þeim hefur því fækkað alltof mikið á allra síðustu árum, því miður.

Sleggjudómarinn er nú réttnefndur sleggjudómari og dæmir sig sjálfur. Það er nú ekki til í mínum kokkabókum samhengi á milli þess að bjarga lífum og að vera heimskur. Orðið heimska þýðir í raun ekkert annað en það að fólk hafi einugis alist upp við túnfótinn og sjái ekki út og eigi þar af leiðandi á hættu að verða frekar sjálfhverft. Um útrýmigarhættuna eru menn allsekki sammála og á meðan svo er þá á náttúran að njóta vafans. Það er allavega mín skoðun.

Knútur það er alveg sjálfsagt að menn hafi sínar skoðanir á svona málum, ég virði það. En ég held að það sé ávallt erfitt að meta líf til fjár. Það má alveg segja að öfgahópar hafa ekki alltaf rétt fyrir sér, en þeim tekst oft að koma okkur til þess að hugsa um önnur gildi, sérstaklega þegar komið er að náttúrunni og umhverfi okkar. Hvað dýr í útrýmingarhættu varðar þá er það nú því miður staðreynd að það fjölgar á hverjum degi þeim dýrastofnum í náttúrunni sem hreinlega hverfa eða eru að hverfa. Við höfum nú ekki alltaf gengið vel um auðlindir jarðarinnar né dýrin og það er alla vega staðreynd sem ekki verður horft framhjá. Um það hljótum við að vera sammála. Það sagði við mig einn vinur minn  fyrir mörgum árum síðan eitthvað á þessa leið: "Af öllum skepnum jarðarinnar er aðeins ein þeirra fullkomin, það er maðurinn hann er fullkomin skepna". Ætli það sé eitthvað til í því.

Erna takk ég sé að þú býrð hér rétt fyrir sunnan mig og skilur hvað ég er að fara? :-)

Baldvin Jonsson (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband