John Carlin og Nelson Mandela

John Carlin blaðamaður er mikill og sannur "Íslandsvinur". Hann hefur skrifað fjölda greina um Ísland, fólkið í landinu, náttúruna og matinn. Hann skrifaði um daginn grein í breska stórblaðið The Guardian  sem vakti mikla athygli, jafnt heima sem víða um lönd og var fyrirsögnin á greininni, sem var fyrirferðarmikil og mjög vönduð,  "Hversvegna eru íslendingar hamingjusamasta þjóð í heimi" eða Why Iceland has the Happiest People on Earth.

John sem búsettur er í Madrid á Spáni hefur skrifað fyrir mörg af útbreiddustu blöðum heims og má þar meðal annars nefna El País útbreiddasta spænskumælandi blað í heimi, þá skrifar hann reglulega fyrir The Guardian, Observer, New York Times, osfrv. John er mikill aðdáandi Íslands. Ekki bara landsins heldur þjóðarinnar sem hann telur einhverja mest spennandi þjóð heims. Hann kann að meta uppruna okkar og lífsgæði, sem eru einstök að mörgu leiti. Honum líkar við veðrið, náttúruna, fólkið í landinu og hráefnið okkar sem hann hefur einstakar mætur á og skrifaði heljarmikla grein um matinn og okkar Norræna samstarf sem við Siggi Hall vinnum fyrir hönd okkar íslendinga í El País um daginn.

Hann skrifaði líka um andlát Bobby Fishers og samskipti hans við íslendinga. John á góða vini á Íslandi og hefur átt góða samskipti við marga sem honum líkar mög vel. John hefur auk blaðamennskunnar, meðal annars skrifað bækur og á meðal þeirra er: "White Engels: Beckham, The real Madrid and the New Football" Bókin kom út fyrir fjórum árum en hefur nú fengið enn meiri athygli hér í Bandaríkjunum eftir að Beckham fór að spila með LA Galaxy og var hún uppseld á Amazon í morgun en fleiri bækur eru á leiðinni.

John er mikill áhugamaður um knattspyrnu og er innsti koppur í búri hjá Real Madrid og eru forseti klúbbsins og hann mikli vinir. Þá sagði hann okkur Sigga Hall þegar við áttum stund saman heima í vetur að hann hefði mætur á Eiði okkar Gudjonsen sem hann taldi vera vanmetinn hjá Barcelona. Þá stefnir hann að því að gera heimsmeistarakeppninni í Suður Afríku skil árið 2010 enda vel tengdur í þeim heimshluta.

Hinn 14 ágúst næstkomandi  kemur svo út ný bók eftir John  sem ber heitið: "Playing the Enemy: Nelson Mandela and the Game That Made a nation". Einsog heiti bókarinnar gefur til kynna fjallar bókin um líf og ævi þessa stórkostlega manns sem er goðsögn í lifanda lífi. John hefur sagt okkur sögur af því hvernig hans vinátta við Nelson varð til og samskiptum við hann sem var einstakt samband. Það voru strax þó nokkuð margir útgefendur sem vildu gefa bókina út sagði Anne Edelstein umboðsmaður Johns sem ég hitti fyrir skömmu. En það var svo ákveðið að ganga til samstarfs við Penguin útgáfufyrirtækið. Ég er sannfærður um að bókin verður ein mest selda bók sem út kemur á þessu ári. Það eru margir sem bíða spenntir og er nú þegar hægt að panta hana hjá Amazon.com.

John Carlin er einn af þessum mönnum sem maður hittir á lífsleiðinni sem manni líkar strax vel við. Hann er mjög alþýðlegur og vinsamlegur og um leið einhver duglegasti maður sem ég hef kynnst. Hann er mjög vel að sér á öllum þeim sviðum sem við höfum rætt og hefur sannarlega skoðanir á öllu. Mjög vel menntaður og bráðskemmtilegur með einstaka frásagnarhæfileika.

Síðast þegar John var á Íslandi var tilefnið Food and Fun. Hann naut þess vel og fékk sérstakan áhuga fyrir þeim verkefnum sem tengjast matarhátíðinni og hefur  skrifað greinar um það í erlenda fjölmiðla einsog fram hefur komið. John hefur þann eiginleika að fara eigin leiðir og sér svo oft atburði frá öðrum sjónarhóli en almenningur gerir. Þetta líkar mér í fari hans. Hann hugsar alltaf langt út fyrir boxið og hefur sérlega gott skopskyn.

Við erum nú að skoða tækifæri í samráði við einhverja mestu vísindastofnun heims um að stofna vísindamiðstöð á Íslandi sem getur þjónað heimsbyggðinni með mjög jákvæðum og skemmtilegum hætti. En þetta verkefni er komið í ákveðin farveg og við sjáum hvað setur. Það byggist á hugmynd sem við ræddum heima á Íslandi í vetur sem leið.

Við tölum oft um íslandsvini með jákvæðum formerkjum og höfum gaman af. En ef það er til sannur íslandsvinur þá er það John Carlin. Það er enginn sem ég hef hitt sem fer jafn fögrum orðum um land og þjóð og hann gerir. Ég hef allavega ekki heyrt neinn gera það vel og John Carlin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 32
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 807

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband