Mögnuð þjóð

Í gær þriðjudag voru liðnar fjórar vikur frá því Obama forseti tók við völdum í Hvíta Húsinu. Það er óhætt að segja að mikið hafi gengið á hér í Bandaríkjunum síðan þá og ekki síst hér í höfuðborginni Washington.

Það  er athyglisvert  hvernig Obama og hans fólk tekur á efnahagsvandanum sem hér blasir við og hefur ahrif um allan heim. Það sem mest er um vert með Bandaríkjamenn er hvernig þeir nálgast vandamálin. Þeir eru búnir að skilgreina hvað fór úrskeiðis og ég hef þegar séð þrjá afar góða sjónvarpsþætti þar sem greinilega kemur fram hvernig og hvað það var sem olli þessu mikla hruni á fjármálamörkuðunum en þeir eru Meltdown sem sýndur var á PBS, House of Cards sem NBC sýndi og svo var stærsti hluti 60mínútna þáttarins sem sýndur var á CBS á sunudag helgaður þessu máli.

Ég vona að íslensku sjónvarpsstöðvarnar sýni þessa þætti því þeir greina afar vel frá því sem gerðist á mannamáli. Þá er nú að koma í ljós hvernig fjármálafyrirtækin brutu lög og reglur, að ekki sé talað um siðferðisbrestina. Þessi mál koma nú í ljós hvert á fætur öðru og teknir til við að rannsaka þau mál og búast má við enn fleiri málum á næstunni. En þessi mál eru komin í farveg og Forsetinn og hans fólk að hugsa um leiðir til að leysa vandann.

Bandaríkjamenn eru snillingar í að ganga hreint til verka og leita lausna. Stundum tekst það vel og stundum ekki svo vel. En þeirra viðhorf er ætíð það, að betra sé að gera eitthvað í stað þess að gera ekki neitt. Sú hugsun er nefnilega ríkjandi hér að þeir sem aldrei gera mistök geri aldrei neitt. Það versta sem getur komið fyrir nokkra þjóð er atvinnuleysi og allar hinar hörmulegu afleiðingar þess. Í nýju lögunum um björgunaraðgerið er megin þemað að fjölga nýjum  störfum í landinu um 3.5  til 4 milljónir nýrra starfa á næstu 18 til 24 mánuðum. Þá er í áætluninni gert ráð fyrir að koma í veg fyrir frekari uppsagnir starfsfólks.

Að þessu verkefni vill Obama stjórnin standa með alemmingi, einkafyrirtækjum, sveita- og fylkjastjórnum. Obama hefur síðustu daga ferðast um landið og kynnt sér ástand mála og skoðaða aðgerða áætlanir  sveitarfélaga um leið og hann hefur vakið athygli á þeim aðgerðum sem hann samþykkti sem lög í gær. Þetta hefur Forseti aldrei gert enda enginn Forseti tekið við jafn slæmu búi og hann hefur nú gert.

Obama hefur einstakt lag á að blása von og trú í fólk. Hann talar tungumál sem almenningur skilur og þessvegna nýtur hann mikils stuðnings. Hann hefur líka sagt að þessi stróbrotna aðgerðaráætlun sé ekki fullkomin enda séu vandamálin af þeirri stærðargráðu og umfangi að engin fordæmi sé að finna. Þessvegna er þessi leið valin í þeirri von að það takist að snúa vörn í sókn. Hann sagði við undirritun laganna í gær að þetta væri ekki endanleg lausn en þetta væri vonandi upphaf endaloka efnahagsvandans. En það á eftir að koma í ljós. Annaðhvort tekst þetta eða ekki og hann segist bera fulla ábyrgð á aðgerðaáætluninni standa með henni eða falla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 876

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband