18.2.2009 | 14:05
Dollarinn sterkasti gjaldmiðillinn
Í gærkvöld og í morgun var ekki um annað fjallað í fjölmiðlum hér Bandaríkjunum en efnahagsaðgerðaráætlun Obama stjórnarinnar. Enda ekki að furða þar sem þetta er langstærsta björgunaráætlun sem nokkru sinni hefur verið lögð fram í þessu landi. En það var ekki bara Bandaríska þjóðin sem fylgdist með málinu, það var allur heimurinn.
Þegar maður horfir aðgerða þessarar ungu þjóðar er merkilegt að sjá hvað menn eru lítt hikandi og óhræddir við að taka ákvarðanir. Þegar horft er nú til Evrópu þá virðast Evrópuþjóðirnar vera enn að skoða vandamálin, greina orsakir og leita sökudólga. Hér aftur á móti er ráðist að lausn vandans, orsökin er ljós og sökudólgarnir verða dregnir til ábyrgðar.
Bandaríkjamenn standa frammi fyrir stórum vandamálum. Það geysar stríð í Írak, Pakistan og Afganistan. Það er öllum einnig ljóst að vandamálin í Miðjarðarhafslöndunum verða ekki leyst án aðkomu þeirra. Þá er gríðarlega mikið verk óunnið í heilbrigðismálum og öðrum félagslegum málum. En þeir forgansraða.Númer eitt er að fjölga störfum og koma í veg fyrir að fólk missi heimili sín og það er viðfangsefnið sem mest er lögð áhersla á. En til að unnt sé að gefa fólki, kost á að skuldbreyta húnsnæðislánum sínum þarf fólkið að hafa atvinnu.
Þegar horft er til Evrópu í dag virðast menn ekki finna leiðir. Mér sýnist því menn bíða spenntir eftir því hvernig Bandaríkjamönnum tekst til. Það virðist líka vera að gerast, þrátt fyrir allt, að dollarinn sé að verða sterkasti gjaldmiðill heimsins. Evran er að falla og búist er við að Asíuþjóðir muni fella gengið gangvart dollar sem hefur styrkst á síðustu dögum vegna aukinnar eftirspurnar.
Heima á Íslandi er ánægjulegt að sjá að nú sé stefnt að því að hjálpa fólki við endurskipulagningu húsnæðislána. Það er gott framtak. En það sem skiptir líka miklu máli er að leggjast nú öll á eitt með að kanna með hvaða tiltækum ráðum megi tryggja fleiri störf í landinu. Það versta sem við upplifum í nokkru samfélagi er atvinnuleysi. Hér leggja menn mikla áherslu á að stór hluti þeirra starfa sem aðgerðaráætlunin stefnir að eru störf í þágu samfélagsins til frambúðar. Þar eru störf við endurbyggingu húsa í eigu opinberra aðila, samgöngur, hrein orkuframleiðsla osfrv. Að þessum málum verður unnið í samvinnu einkaaðila og hins opinbera.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Baldvin Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.