Færsluflokkur: Matur og drykkur
22.10.2008 | 22:16
Ekki auðvelt verk
Við munum ekki láta kúga okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 17:56
Jæja
Breska heimsveldið hörfaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 17:29
Ísland hf. Sjávarútvegur
Sjávarútvegur hefur lengst af verið og er enn helsta tekjulind fyrirtækisins. Hafið sem umlykur landið er enn eitt af hreinustu höfum heimsins, er kalt og ferskt og þessvegna eru sjávarafurðir fyrirtækisins álitnar vera með þeim betri sem völ er á.
Eftirspurn eftir fiski fer sífell vaxandi og er stöðugur áróður í gangi um heiminn allan um að fólk eigi að borða meira af fiski helst ekki minna en 3 máltíðir á dag. Fiskurinn er líka innihaldsríkur af undraefninu Omega 3 sem líkaminn þarf á að halda og hefur margoft verið sýnt frammá mikilvægi þess fyrir líkamann.
Hluthafar fyrirtæksins hafa unnið ötullega að því að komast hjá að ofveiða ekki fiskistofnan og var Ísland hf fyrsta fyrirtæki í heiminum til að koma upp svokölluðu "Sjálfbæru Fiskveiðistjórnurkerfi" árið 1983. Hefur kerfinu verið ætlað og tekist að mörgu leiti, að hafa eftirlit og stjórn með veiðunum enda er hafið, einsog aðrar náttúrulegar auðlindir, takmörkuð auðlind.
Fyrirtækinu hefur lauk þess tekist að byggja upp feikilega öflugan fiskiskipaflota af öllum stærðum sem skipaður er úrvals sjómönnum sem hafa lært að stunda sjóinn þrátt fyrir oft á tíðum erfiðar aðstæður. Hafið er hættulegur vinnustaður og hefur tekið sinn toll í aldaraðir. Þetta þekkja starfsmenn fyrirtækisins og hafa lært sína lexíu. En þrátt fyrir það er fyrirtækið enn skipað úrvalsstarfsmönnum sem kunna til verka.
Í sjávarútvegsdeild fyrirtækisins er fjöldinn allur af öflugu starfsfólki sem vinnur hin margvíslegu störf, öll sem mynda virðisauka afurðarinnar á hinum ýmsu stigum allt frá ferskum fiski sem dreginn er á land og þaðan til neytenda. Myndast hefur sterkur, traustir viðskiptavinahópar víða um veröld. Þar sem aflamarkið er takmarkað er mikilvægt að veiða fiskinn með ýmsum hætti allt frá litlum trillum uppí stóra togara. Þannig næst að nýta auðlindina sem mest og best fyrir alla.
En það er ekki bara að sjómennirnir hafi reynslu og þekkingu. Það eru líka frumkvöðlar sem tekið hafa að sér uppbygginu fyrirlækja sem vinna að stöðugri þróun og sölu aflans. Það er fiskverkafólk og vísindamenn sem fylgjast gjarnt með aflanum og hvernig hann skuli verkaður. Það hafa líka verið stofnaðar deildir innan fyrirtækisins sem af mikilli þekkingu og framtíðarsýn fundið upp aðferðir til að nýta hvern fisk sem best og búa hann þannig að sómi sé að, á mörkuðum viðskiptavinanna.
Heilir hópar vel menntaðra vísindamanna fylgjast einnig með hvernig megi best nýta allan fiskinn, þannig að ekkert fari í súginn. Það er framleitt lýsi, mjöl og fiskur þurrkaður og saltaður. Á öllum sviðum sjávarútvegs, í eigu fyrirtækisins, býr gríðarleg þekking sem á sér fáar hliðstæður. Í þessu felast mikil verðmæti og fyrirtækið því vel undir það búið að mæta ströngustu kröfum markaða í framtíðinni víða um heim. Það er semsagt ekki bara fiskurinn sem kemur úr hafinu sem er verðmætur, það er líka hinn yfirgripsmikla þekking og meðferðin sem skapar verðmætin.
Það sem mætti þó bæta, er enn frekari sókn fyrirtækisins, beint inná neytenda markaði og selja fiksinn sem Íslenskan vegna gæðanna, umhverfisins, meðferðarinnar, legu landsins osfrv. Mætti semsagt selja fiskinn sem "Sjálfbæran Sælkerafisk" úr hreinu ómenguðu Norður Atlantshafi. Þar fara saman hagsmunir fyrirtækisins og allra fiskframleiðenda jafnt smábátanna semog stórútgerðarinnar. Þeirra sem selja ferskan fisk og frosinn.
En þar sem eftirspurn eftir fiski í heiminum fer ört vaxandi þá mætti kanna með hvað hætti fyrirtækið gæti aukið framleiðslu á eldisfiski. Nokkrir hluthafar hafa verið að þróa slíka starfsemi með áhugaverðum árangri.
Svo má líka horfa á hafið sem áhugaverðan stað fyrir ferðamenn til að heimsækja og skoða. Í auknu mæli vilja ferðamenn nú fara út á sjó, því það eru fæstir íbúa heimsins sem hafa aðgang að hafinu. Fólk vill gjarnan fara á veiðar, skoða hvali, sigla vindum þöndum á seglskútum og njóta strandlífsins.
Þá ber að geta þess að með aukinni tækni er nú unnt að bora eftir öðrum auðlindum í hafinu sem eru enn ókönnuð tækifæri. Þá hefur það einnig færst í aukana að nýta önnur náttúruefni hafins sem þarf að skoða enn frekar en eitt besta dæmið er þörungaverksmiðjan í Breiðafirði og vafalaust eru enn fleir afurðir sem nýta má betur og þarfnast rannsókna. En þar býr fyrirtækið einnig að vel menntuðum vísindamönnum og konum.
Ísland hf og hugleiðing heldur áfram.
22.10.2008 | 15:49
Skil ekki
Það er nú frekar dapurlegt að lenda á svona lista. Maður skilur ekki hvað það er sem veldur því að vinaþjóð kemur svona fram við aðstæður sem nú herja á allan heiminn.
Landsbankinn af hryðjuverkalista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 15:45
Nýja Ísland / Gamla Ísland
Hef séð þessa skilgreiningu í fjölmiðlum síðustu daga, og líkar hún ágætlega. En erum við ekki bara að tala um gamla góða Ísland í raun? Landið sem byggir og hefur byggt afkomu sína á náttúrulegum auðlindum. Hér í Ameríku er fólk oft að spyrja hvort ísland sé farið á "hausinn"? Hvað þýðir það, eru menn að setja samansemmerki á milli reksturs fyrirtækja og einstaklinga annarsvegar og heillar þjóðar hinsvegar? Það er nú frekar langsótt, auk þess sem sjálfstæðar þjóðir standa fyrir allt annað en fyrirtæki.
Maður veltir því svo aftur á móti fyrir sér, hvort maður geti á huglægan hátt sett sig í spor fjárfesta sem væri að skoða framtíðarmöguleika til farsælla fjárfestinga og horft þá á Ísland sem fyrirtækið ÍSLAND hf. Með þessu hugarfari langar mig til að skoða málin frá þessum sjónarhóli og velta á næstu dögum fyrir mér hvaða möguleika þetta almenningshlutafélag hefur uppá að bjóða. Hvernig það getur tryggt hluthöfum sínum hagnað og í hverju felast tekjumöguleikarnir. Fyrirtækið er semsagt í eigu um það bil 300.000 hluthafa, er þokkalega skuldsett en á líklega talsverðar eignir sem geta skapað verðmæti.
Það kemur sífellt meira fram í umfjöllun um svokallað ástand veraldarinnar í dag, að það sem veldur mestum óróa er skortur á matvælum og orku. Matvælum, því íbúum heimsins fjölgar stöðugt og þarfnast auk þess enn meir orku en áður var vitað og þá sérataklega orku sem ekki mengar umhverfið. Ísland hf á talsvert mikið til af hvoru tvegggja, hreina orku og úrvals matvæli.
Næstu pistlar minir verða svo svona hugarflug með allnokkrum staðreyndum sem hafðar verða að leiðarljósi.
20.10.2008 | 16:54
Skynsamleg ákvörðun
Ráðningarsamingur við Friðrik framlengdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 15:44
Að hefja sókn úr vörn
Sá í fjölmiðlunum heima að nú hyggist menn hefja sókn á erlenda ferðamannamarkaði og er það ánægjulegt að sjá. Sókn getur jú stundum verið besta vörnin. Hér í mínu verkefni hef ég þurft að draga verulega úr kynningarstarfinu þar sem fjármunir verkefnisins hafa dregist saman um 80% frá áramótum.
Það stóð til að vera með Íslandsdaga í verslunum Whole Foods í New York, Washington og Boston ásamt veitngahúsakynningum í sömu borgum. Á þessum dögum hefur okkur tekist, á undanförnum árum, að ná til fólks sem ferðast mikið og er efnafólk upp til hópa. Þetta er líka fólk sem kann að meta gæði matvæla umfram verð. Við erum nú sem dæmi að selja út úr búð dós af skyri á $ 2.79 eða Kr. 307, lambalæri á 2.300 kr. kg. og aðrar afurðir á sömu nótum.
Það sem stóð til að gera á þessum svokölluðu Íslandsdögum var að gefa viðskiptavinum verslananna að smakka matinn okkar svo sem kjöt, fisk, (línufisk og eldisfisk), skyr 4 bragðtegundir, smjör, súkkulaði og vatn. Þessu hef ég nú frestað öllu til betri tíma, því miður. Þegar ég endurskoðaði fjárhagsáætlun okkar í sumar sá ég í hvert stefndi og fækkaði atburðum. En svo aftur í lok september sá ég að það myndi ekki duga og varð því að draga enn frekar úr kynningarstarfinu.
Það sem ég hef svo gert í staðinn er að heimsækja þau svæði sem við erum þegar á og á sumum þeirra verða kynningar á okkar matvælum með aðstoð búðanna. Menn skilja vel að okkur er ekki unnt að gera það sem við höfum gert áður í reglulegum kynningum með íslenskum matreiðslumeisturum. Þetta er auðvitað ekki gott en það er ekkert annað í stöðunni. Auk þess fæ ég ekki peninga að heiman og verð því að nota minn eigin varasjóð á meðan og láta hann duga í augnablikinu.
Þá er nú vonandi að takast að fá afar öflugt dreifingarfyrirtæki í New York til að koma að okkar verkefnum og stefni ég að því að bjóða okkar afurðir inní veitingahús á næstunni. Það verður hrein viðbót við verslanir Whole Foods. Þá er ég búinn að heimsækja deild WFM í Atlanta í Georgíu fylki en þar reka þeir um 20 verslanir og svo líka í Florida en þar eru 14 verslanir. Þessar búðir munu allar hefja sölu á okkar afurðum á næstu vikum og svo eftir áramót.
Það vill svo vel til að samgöngur héðan úr höfuðborginni eru tíðar og þar með hefur mér tekist að fljúga til Fort Lauterdale að morgni á fund með yfirmönnum innkaupa þar og til baka að kvöldi. Sama um Atlanta en þessi flug fara frá Washington um kl. 6 að morgni og svo kemst maður til baka um klukkan 8-10 að kvöldi. Þá eru samgöngur til New York aðallega með lest sem hægt er að taka kl. 5 eða 6 að morgni og er maður ca. 3 tíma á leiðinni og kemst svo til baka á kvöldin. Með þessu spara ég hótelkostnað sem er í þessum stórborgum um $ 2-350 nóttin með sköttum. Það sama gildir um Boston.
Viðskiptavinir okkar skilja vel þessa stöðu og hafa tekið fullt tillit til þess að setja saman fundi sem henta mér vegna þessara erfiðleika. Okkur hefur semsagt tekist að fá fleiri verslanir til að selja afurðir okkar en þarf nú að huga að því hvað eru bestu flutingsleiðirnar. Nú skiptir því miklu máli að bensínverð er á niðurleið og munu því landflutningar lækka eitthvað, vonandi til frambúðar.
Í öllu því kynningarefni sem við höfum framleitt og liggur frammi í verslunum Whole Foods er vakin athygli á Íslandi sem góðum ferðakosti. Það væri nú ekki verra ef við gætum staðið saman að því að kynna áfram matinn okkar um leið og við kynnum ferðamöguleika landsins sem framleiðir þennan líka frábæra mat. Sameinuð stöndum vér!
Aldrei, aldrei, aldrei gefast upp!
20.10.2008 | 12:44
Ríkisfjölmiðlarnir
Svíarnir eru glöggir. Nú er nefnilega sú staða komin upp að "ríkið" á alla stærstu fjölmiðla landsins með með svokölluðu "kross eignarhaldi". Þetta er bara orðið einsog Marteinn Mosdal vildi hafa þetta!
Áhyggjur af fjölmiðlum hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 12:36
Að aðlagast aðstæðum
Í dag mánudag stóð tul að hefja kynningu í heila viku á sælkeramat frá Íslandi í veitingahúsinu Aquvavit í New York. Þetta var árangur af mikilli vinnu við að koma okkar matvælum á framfæri í svokölluðum "fine dining" veitingahúsum hér í landi tækifæranna. Ég hafði unnið að þessu verkefni síðstu mánuði og var tímasetningin ákveðin í júlí. Það myndi henta vel því nú stendur yfir sala á lambakjöti en það er einungis selt sem ferskt í sláturtíð. Hugmyndin var að við settum saman 7 rétta máltíð sem átti að bjóða viðskiptavinum staðarins, sem matseðlil dagsins. "Iceland Gourmet Menu!"
Aquvavit er einn af fínu matsölustöðunum í stórborginni og nýtur mikillar virðingar og er hátt skrifaður í heimi matgæðinga. Staðurinn er í eigu Svía og er yfirmatreiðslumaðurinn þar hinn þekkti meistari Marcus Samuelson. Staðurinn er í dag einn af 30 bestu í borginni að mati Zagat bókarinnar.
Á fyrsta degi stóð til að bjóða í hádegisverð nokkrum af þekktu matreiðlsumeisturum borgarinnar og í kvöld átti að bjóða fulltrúum fjölmiðla sem fjalla um sælkeramat. Auk þess stóð til að verslanir sem selja okkar matvæli gætu boðið fólki í þennan einstaka mat þessa viku.
Fyrir um hálfum mánuði síðan sá ég frammá að við hefðum ekki efni á því að standa fyrir þessari kynningu og fór því á fund með vinum okkar hjá Aquvavit og kannaði möguleikann á því að fresta þessum viðburði til næsta árs. Þeim þótti þetta miður en skildu vel okkar afstöðu og kann ég þeim þakkir fyrir skilninginn. Við tökum upp þráðinn um leið og við sjáum fyrir endan á þessum vandamálum okkar.
Þetta er ekki uppgjöf aðeins frestun á viðburði sem til stóð að standa fyrir.
20.10.2008 | 12:20
Ný skðanakönnun í Bandaríkjunum
Þannig er nú ástandið hér í Bandaríkjunum að svartsýni gætir nú hjá almenningi. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var hér í Washington DC í morgun þá hafði þeim sem töldu að landið væri á réttri leið fækkað úr 28% í september í 15% í október. Þeir sem sögðust vera hamingjusamir í einkalífinu hafði svo líka fækkað úr 70% í september í 59% í október. Það eru því ekki bara við íslendingar sem stöndum frammi fyrir erfiðum tímum.
Í blöðunum hér um helgina var enn fjallað um landið okkar og nú sá maður í grein um hvað við erum öll orðin tengd í þessum heimi og hvaða áhrif heimssstefnan getur haft. Að banki láni fátæku fólki lán til að kaupa sér í hús í Kaliforníu geti valdið fjárhagsskaða íslendinga sem búa upp við heimskautsbaug er nú eitthvað sem manni hefði nú ekki órað fyrir. Lánið sem veitt var til þessa fátæka manns var síðan sett í lánakörfu, karfan seld til banka í Evrópu og allt hrynur í fjármálakerfum heimsins vegna þess að fólki sem aldrei gat staðið í skilum voru veitt lán sem það aldrei gat borgað. Eru það svo íslendingar sem sitja uppi með að vera álitnir hryðjuverkamenn?
Um bloggið
Baldvin Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar