Færsluflokkur: Matur og drykkur

Norrænir Matarsendiherrar

Fyrir þremur árum voru skipaðir svokallaðir matarsendiherrar Norðurlandanna. Tilgangurinn var og er sá að kynna hinn sérstaka Norræna mat með margvíslegum hætti rétt einsog Tapas frá Spáni, Pasta frá Ítalíu osfrv. Verkefnið heitir Ny Nordisk Mad eða new Nordic Kitchen. Fyrir hönd Íslands vorum við Sigurður Hall skipaðir í hópinn og höfum við unnið með þessum frændþjóðum okkar af mikilli alúð.

 

Okkur tókst að fá alla fulltrúana til að heimsækja Ísland í tilefni af Food and Fun árið 2008. Það voru haldnir fundir í Norræna Húsinu sem einnig efndi til sýningar og kynningar á norrænum mat og matartengdum vörum. Í tilefni af Food and Fun var fjöldi blaðamanna á landinu og var því ákveðið að efna til kynningar á hinum Nýja Norræna mat í Bláa Lóninu. Tókst blaðamannafundurinn afar vel og vakti athygli og hefur leitt til jákvæðrar umræðu í matarheiminum.

 

Þá lögðum við fram hugmynd um að efna til Norrænna Daga í Washington í samvinnu við Sendiráð Norðurlandanna þar. Lagði ég fram tillögu á 200 manna fundi í Danmörku í byrjun nóvember sl. Hugmyndinni var vel tekið og töldu aðilar að mikilvægt væri að kynna hinn Norræna mat víðsvegar um heiminn og í tengslum við það Norræna menningu, sögu og löndin sem áhugaverð lönd til ferðalaga. Til stóð að þessir daga færu fram nú um miðjan júní en hefur verið frestað um einhvern tíma. Hef áður greint frá þessu verkefni hér á blogginu.

 

Í skýrslu sem kom út í síðustu viku um starf þeirra  hópa sem standa að Ny Nordisk Mad og er mikið og glæsilegt rit. Hlutur Íslands er þó ekki merkilegur þegar komið er að skilgreiningu styrkja sem lagðir hafa verið fram til þróunar og kynninga innan landanna sjálfra. Mér sýnist að lagt hafi verið til þessa verkefnis tæpælega 18 milljónir Danskra króna.

 

Okkar verkefnis er þó getið með eftirfarandi texta:

“Sammen med serien om de andre nordiske landene har bidratt mye har först og fremst USA fatt öynene opp for Norde som destinasjon hvor mer enn arkitektur, natur og design er trekkplaster. Baldvin Jonsson har tilsvarende bidratt til nordisk kjökken.Og eksport av Islandske matvarer har entret det amerikanske markedet gjennom kjeden Whole Foods. En merkevarebygging som ingen trodde var mulig og som det star stil av er et eksempel til etterfölgelse.”

 

Skoða þessa skýrslu betur áður en ég tjái mig frekar um hana.


Auðvitað

Gleður mig mjög að sjá þessar niðurstöður. Ég skildi ekki þá og hef aldrei skilið hversvegna við lögðum þær niður á sínum tíma og sköpuðum með því ómælda hættu á þjóðvegum landsins. Eru við ekki bara á góðri leið til baka til þeirra tíma þar sem skynsemin réði völdum? Æ hvað það væri nú gott
mbl.is Strandsiglingar álitlegur kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hetjur hafsins

Óska sjómönnum landsins til hamingju með daginn. Mínar fegurstu minningar tengjst hafinu með einum eða örðum hætti.

Það er á tímum sem þessum sem þjóðin áttar sig á hversu mikils virði sjómenn og starfsfólk sjávarútvegsins  skipta miklu máli í okkar litla og viðkvæma samfélagi.

 Á þessum degi er mikill ótti meðal sjómanna við Mexíkó  flóa, þar fá bátar ekki að fara á sjó vegna olíumengunarinnar. Það er ömurlegt hlutskipti fyrir þá og maður hefur mikla samúð með þeim.

Vona að þeim hörmungum ljúki sem fyrst. Ég vona líka að íslenskum sjómönnum farnist vel og að þjóðin kunni enn betur að meta þeirra mikilvæga starf. Starf sem myndar meiri virðisauka en flest önnur störf í landinu og skapar auk þess langmestar gjaldeyristekjur í þjóðarbúið. En það eru einmitt tekjurnar sem þjóðin þarf mest á að halda um þessar mundir, sem aldrei fyrr.

Til hamingju með daginn.

 


mbl.is Mikið um að vera á sjómannadegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tengsl við almenning

 

Núna þegar þeir atburðir eru að gerast á Íslandi, sem við sjáum með gosinu, er tvennt sem hafa ber í huga. Í fyrsta lagi að skammtímaáhrif af gosinu eru ægilega slæm en til lengri tíma litið má reikna með að ferðamenn muni eftir eldfjallalandinu. Almenningur hefur miklu betri vitneskju um legu landsins og hvað það er í raun stutt frá Ameríku og Evrópu. Það að hryggurinn sem skilur að þessar heimsálfur er ofarlega í huga fréttamanna.

 

Svo hræðilega vill til að olíuslysið í Mexíkóaflóa er líka ofarlega í huga fólks og er mikið fjallað um þau áhrif sem lekinn hefur á allt dýralíf við flóann en þaðan kemur um 20% af sjávarfangi Ameríku.

 

Nú þarf að bregðast við sem fyrst og koma á framfæri upplýsingum til fjölmiðla hratt og örugglega. Það má alveg búast við því að aukinn athygli muni beinast að áhrifum gassins sem kemur frá eldgosinu og áhrifum þess á menn og skepnur. Í Mexíkóaflóa birtast nú myndir af sjávardýrum sem hafa orðið olíunni að bráð. Ég hef sjálfur, þegar,  fengið fyrirspurnir um búfénað og fiskinn.

 

Þá þarf líka að koma þeim upplýsingum á framfæri að óhætt sé að ferðast  til landsins og njóta þess að sjá þessa mikilfenglegu sýn sem eldgos er. Það þarf því að skapa aðstæður fyrir ferðamenn til að skoða gosið einsog eldfjallafræðingurinn mælti með.

Icelandair er flugfélag af þeirri stærðargráðu og svo vel rekið einsog komið hefur í ljós í þessari atburðarás,  sýnt ótrúlegan sveiganleika með úrvals starfsfólki. Þetta vekur athygli.

 

Þetta og meira til ef betur er að gáð er mikilvægt að koma á framfæri. Það ætti að skoða fyrirtæki sem sérhæfir sig í að koma upplýsingum á framfæri svo eftir sé tekið heitir. Með góðu svona almenningstengsla fyrirtæki mætti  kanna hvort það borgi sig  til skemmri tíma litið að vinna með okkur í því skyni að slökkva þá elda sem nú brenna og hjálpa okkur við að veita sannar upplýsingar um stöðu og horfur, og  áhrif gosins á matvælin. Þetta gæti verið góð fjárfesting og sparað mikla peninga í auglýsingar.

 

Nú upplifir fólk þessa gríðarlegu orku sem á eyjunni fögru býr og hefur reynst vel við framleiðslu hreinnar raforku sem er eftirsóknarverð fyrir erlenda stórorkunotendur. með því notum við það einstaka tækifæri gefur okkur í allri þeirri miklu umfjöllun sem fjölmiðlar fjalla um nánast á degi hverjum.

   

Land sælkera

 

Einsog sjá má að framan er markmið mitt með kynningu íslenkra matvæla meðal þeirra sem meta gæði umfram verð. Þetta er nokkuð löng leið og erfið en til lengri tíma litið að mínu mati, sú árangursríkasta. Það verður seint náð þeim árangri að við, smáþjóðin getum brauðfætt heiminn og ekki einusinni áhugavert. Það hefur líka komið í ljós að með því að láta orðsporið bera hróður okkar er trúverðug leið og eftirsóknarverð. Þetta hefur líka verið eina færa leiðin þar sem fjármunum til verkefna verða ávallt af skornum skammti hjá lítilli þjóð.

Það hefur því reynst kröfuhart verkefni að læra að sníða sér stakk eftir vexti og nú þega svona er langt komið, þá sannar það sig að þolinmæði þrautir vinnur allar.

 

Íslensk matvæli hafa notið mikillar hylli þeirra sem kallaðir eru sælkerar, Fyrir utan framangreind dæmi þá kom út hið glæsilega tímarit, reyndar bundin inn sem bók, út síðastliðið haust og heitir Art Culinaire. Einsog nafnið gefur til kynna er þetta mikil matgæðingabók. Þar er fjallað um ferðamannalandið Ísland á glæsilegan hátt og síðan eru viðtöl og uppskriftir frá öllum bestu kokkum okkar lands um það bil 35 síður af efni og glæsilegum myndum.

 

Ferðamenn allir eiga það eitt sameiginlega ð þurfa að nærast. Sífellt  fleiri hafa áhuga fyrir matarvenjum framandi þjóða. Þar eigum við gersemar sem eru ferskur fiskur, ljúffengar landbúnaðarafurðir, hrein vatn sem all kemur úr hinni hreinu náttúru  landsins sem við höfum kappkostað að leggja áherslu á í kynningu landsins. Það er því augljóst í mínum huga að við eigum að leggja áherslu á okkar sérstæðu matvæli í kynningu á landinu ekki síður en menningu, sögu, legu landsins og orku.


Food Arts Tímaritið

Food Arts Matartímaritið 

Food Arts tímaritið sem gefið er út fyrir fólk sem vinnur við matvæli sem eru í svokölluðum sælkeraflokki. Blaðið er ekki selt heldur einungis gefið þeim sem uppfylla nokkuð ströng skilyrði sem sanna þarf að viðkomandi einstaklingur sannarlega tilheyri þessum hópi. Einn af ritsjórum blaðsins hefur komið til Íslands á Food & Fun og hefur  þegar skrifað þrjár greinar í blaðið um Ísland,  matvælin og einnig um ferðaþjónustuna. Vegna starfsins við blaðið hefur þessi maður afar góð sambönd við veitingahús í Bandaríkjunum og reyndar einnig í Evrópu. Hann hefur boðist til að vera okkur innan handar við kynningar á Íslandsdögum sem fyrirhugað er að efna til í haust ef hægt er. Þá hefur hann einnig fjallað um hinn svokallað Ny Nordisk Mad sem við íslendingar erum aðilar að og rekið af Norrænu Ráðherranefndinni.


Food and Fun 10 ára!

 

Á næsta ári 2011 fagnar Food and Fun 10 ára afmæli. Þegar lagt var upp með þessa matarhátíð árið 2002 var mikill ótti meðal ferðamanna, eftir hin ömurlegu hryðjuverk í New York. Var því dustað rykið af góðri hugmynd sem hrint var í framkvæmd. Hugmyndin var að F&F  nýttist sem markaðsverkfæri sem hefði aðdráttarafl fyrir blaðamenn og erlenda viðskiptavini íslenskra fyrirtækja. Hugmyndin að fá til landsins úrvals matreiðslumeistara frá Evrópu og Bandaríkjunum og kynna fyrir þeim landið og afurðir þess hefur virkað vel og atburðurinn sannarlega fest sig í sessi meðal helsu matargæðinga og fjölmiðlafólks.

 

Það sem hefur vakið athygli okkar aðstandenda F&F er hversu hátíðin hefur aukist í áliti meðal sælkera víða um heim. Það þykir nú vera gríðarlega mikils virði að fá að taka þátt í hátíðinni og ekki síst keppninni sjálfri. Þeir sem hafa komist á verðlaunapall í  keppnina undanfarin hefur tekist að skreyta sig með þeim árangri og sumir orðið meðal allra þekktustu og virtustu matreiðslu meisturum heims. Þar er sérstaklega tekið til Rene Redzepi sem nú er af ýmsum talinn vera besti kokkur í heimi, Rene hefur reynst íslendingum vel og er ávallt reiðubúinn til að vinna með okkar málefnum.

 

Í tilefni að 10 ára afmælinu á næsta ári er nú unnnið að því að efla enn frekar hróður Food and Fun.  Það eru nú búið að taka ákvörðun um að hátíðin hefjist 9 mars 2011 og standi jafnvel í 10 daga í stað 4ra daga. Þá er unnið að því að fá nokkra af frægustu kokkum Evrópu og Bandaríkjanna til landsins sem gesti, dómara og jafnvel að halda námskeið fyrir nemendur Hótel og Matvælaskólans í Kópavogi. Þá er verið að ræða við þekkta og virta  fjölmiðla um aðkomu að hátíðinni.

 

Í gegnum F&F hafa myndast ómetanleg sambönd og vinátta við vel yfir 100 matarsnillinga, dómara og ekki síst fjölmiðlafólk sem  segja má að sé allt okkur vinveitt og reiðubúið til að styðja okkar litlu þjóð við að koma henni og afurðum hennar á framfæri. Það eru því umtalsverð verðmæti sem felast í F&F á erlendum mörkuðum. Þá má ekki gleyma því að íslendingar fá tækfæri einusinni á ári að fara í “heimsreisu” um Reykjavík á meðan á hátíðinni stendur. Það styður þá viðleitni að gera Reykjavík að sælkeraborg. Auk þessa er tilgangurinn að vekja athygli ungs fólks á matreiðslu og þjónustugreinum við ferðaiðnaðinn, því án afburða starfsfólks í ferðaþjónustunni mun henni ekki vaxa  fiskur um hrygg af þeim krafti sem til er ætlast.

 

Síðustu tvö ár hafa verið jafn erfið við að halda F&F gangandi sem og öðru  í landinu. En við horfum frammá bjartari tíma. Þrátt fyrir það  komu all nokkrir fjölmiðlamenn færri en  öflugri en áður og má þar nefna New York Times, T+L, Saveour, Food and Wine, Huffington Post auk nokkurs fjölda frá Evrópu sem starfsfólk Icelandair hefur einkum valið.


Fancy Food sýningin til Washington og tengin Höfuðborga?

 

Nýlega var farið þess á leit við mig, í framhaldi af vinnuhópi sem ég var í, að ég tæki sæti í nefnd á vegum Ferðamálaráðs Washington borgar. Tilgangur nefndarinnar er að skipuleggja markaðs herferð í Evrópu og Ameríku þar sem höfuðáherslan er að kynna Fancy Food sælkerasýninguna sem undanfarin ár hefur verið haldin í New York en flytur til Washington á næsta ári. Þetta skapar enn frekari sambönd við markaðsheiminn hér í borginni og gefur tækifæri til að koma að öflugu markaðsátaki. Þar mun ég gæta hagsmuna okkar jafnt hvað varðar matvælin og ferðaþjónustuna. Ég verð í tveimur nefndum, annarsvega þeirri sem fjallar einkum um markaðsmál innanlands og hinsvegar tengsl við önnur lönd og markaðsáætlun þar. Mjög spennandi og einstakt tækifæri til að læra meir.

 

Washington borg mun leggja höfuð áherslu á hina glæsilegu fjölbreytni veitingastað sem hér eru í borginni. Þá verður vakin athygli á því að Washington er mjög aðlaðandi borg sem Evrópubúar heillast mjög af og er auk þess afar fjölþjóðleg þar sem í borginni eru langflest Sendiráð samankomin eða um 280. Atvinnuleysi hefur minnkað meir hér en annarsstaðar í landinu or nú komið í 5.6% og er það minnsta af stærri þéttbýliskjörnum. Þá er borgin og úthverfin í 3ja sæti yfir þau svæði í Bandaríkjunum sem hafa mestu möguleika og tækifæri í landinu. Fyrir bragði er talsverður vöxtur í borginni og ber hún ekki mikil merki samdráttar.

 

Þá er uppi hugmynd um að leggja menningar og listabrú á milli höfuðborganna Reykjavíkur og Washington. Þetta er hugmynd sem rætt hefur verið um og nú með aukinni samvinnu við ferðamálayfirvöld hér, má sjá fyrir sér tækifæri sem vert væri að skoða nánar. Ég hef lagt það til við borgaryfirvöld og skásambönd borganna að snjallt gæti verið að efna til skámóts á milli borganna á hverju ári. Keppt um “Borgarbikarinn” Er þetta mál í skoðun hjá Reykjavíkurborg og skákáhugamönnum heima en hér eru menn mjög spenntir fyrir hugmyndinni. Sé fyrir mér að keppendu,r sem einkum væru af yngri kynslóðinni, kepptu í þrjá daga á mismunandi stöðum hér  í borginni og kynntu um leið land og þjóð og afurðir landsins.. Þess ber að geta að það er talsverður skákáhugi hér í borginni og ekki óalgengt að sjá menn tefla í görðum og veitingahúsum.

 

 Þá hefur þeim matvælafyrirtækjum sem ég vinn með verði boðin þátttaka í sýningunni á næsta ári í samvinnu við WFM, sem og veitingahúsum í borginni. Málið er komið í skoðun.


National Geographic stofnunin

 Hin merka stofnun National Geographic hefur ætíð sýnt Íslandi mikinn áhuga og fyrir tveimur árum birti blaðið til dæmis grein um þau lönd sem þeir álitu standa sig best í umhverfismálum, dýra- og náttúruvernd. Þar töldu þeir að Ísland væri í þriðja til fimmta sæti um bestu löndin en í fyrsta sæti töldu þeir vini okkar Færeyinga vera. Svo sem allt í lagi með það.   

Ég hef eignast nokkra vini hjá NG sem meðal annars buðu okkur fyrir ári síða að efna til ritgerðarsamkeppni meðal þúsunda skólabarna í Bandaríkjunum. Skólarnir standa fyrir kynningu á landinu og síðan áttu börnin, á aldrinum 11 til 15 ára, að skrifa grein um Ísland. Sérstök dómnefnd velur svo sigurvegarana um það bil 14 nemendur. Þeim er boðið til aðalbækistöðva NG á blaðamannafund þar sem verðlaunin  eru afhent.

 

Síðan fá börnin viku til  tíu daga ferð til Íslands og með í förinni áttu að vera kvikmyndagerðarmenn, ljósmyndarar og blaðamenn ásamt umsjónarfólki barnanna, um það bil 30 manns. Í svona ferð eru unnir 3 sjónvarpsþættir sem sýndir eru á sjónvarpsstöðvum NG. Þeir eru einnig sýndir í öllum skólum landsins sem fræðsluefni, tímarit NG sem er tileinkað börnum fjallar mikið um ferðina og því verulega stór hópur barna, kennara, foreldra sem kynnast landinu á óvenjulegan og fræðandi hátt.

 

Hugmynd sem þessi er að mínu mati mjög góð, traust og sönn. Vegna okkar vandamál um það leiti sem hugmyndin var kynnt reyndist ekki unnt að hrinda henni í framkvæmd. Kostnaðurinn var mjög sanngjarn og ekki mikið sem þurfti að leggja ú í beinhörðum peningum. Aðal kostnaður var flug, gisting og uppihald fyrir hópinn sem kæmi. Þetta tilboð stendur enn og er og var mjög góður skilningur á okkar málum þegar í ljós kom að gætum ekki staðið fyrir svona verkefni við þær aðstæður sem þá voru í landinu.. Gætum kannski haft þetta í huga síðar.

 

NG sýndi sjónvarpsþátt um eldgosið nýlega  og vakti hann nokkra athygli. Það er erfitt að meta áhrif svona þáttar en allir þeir sem ég lagði til að myndu horfa á þáttinn fannst hann auðvitað magnþrunginn, en enginn taldi að hann hefði haft beint neikvæð áhrif.

 

Í nýjasta tímariti NG sem heitir TRAVEL er fjallað um landið okkur undir fyrirsögninni “ 50 Tours of a Lifetime” og undirfyrirsögn:  “Great Guided Travel: From Culture to Cutting Edge.” Þarna eru valdir áhugaverðir staðir í heimunum að mati blaðsins og er landið okkar þar á meðal. Reyndar hefst greinin í heilli opnu og er opnan öll ein mynd af Gullfossi. Þá er líka mynd með textanum um Ísland frá Vestmannaeyjum.

Ég myndi mæla með því að við héldum áfram að styrkja sambönd okkar við þessa viðurkenndu stöfnun.


Tímaritið Saveur

Annað af áhugaverðugum matartímaritum í Bandaríkjunum er  Saveur. Það blað hefur nokkrum sinnum fjallað um Ísland og matvæli okkar meðal annars í útgáfu blaðsins í október sl en þar sagði í grein um lambakjöt víða í heiminum að íslenska kjötið væri líklega það besta. Það sem fjallað var um í greininni, var að lambakjötsframleiðslan i heimunum hefi þá sérstöðu að vera eina kjötafurðin, sem ekki væri hægt að framleiða nema á náttúrulegan hátt. Það væri ekki hægt að ala dýrin innan húss árið um kring einsog tíðkast í svokölluðum verksmiðjubúskap. Það er ástæðan fyrir því að almennt séð er lambakjöt dýrast allra kjöttegunda um víða veröld.

 

Blaðið hefur nokkra sérstöðu og er vinsælt meðal viðskiptavina Whole Foods Markets. Ég vona að blaðið haldi áfram umfjöllun um mavælin okkar góðu.

 

Blaðamaður og ljósmydari hafa komið til Íslands nokkrum sinnum og nú síðast á Food and Fun keppina fyrr á þessu ári.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband